Luxor er alhliða tækjaleiga með allan þann búnað sem þú þarft fyrir brúðkaupið, afmælisveisluna, jólahlaðborðið og þorrablótið, sem og tónleika og sjónvarpsútsendingar.
Áralöng reynsla af viðburðum af öllum stærðum og gerðum og nútímalegur tækjakostur gerir þér kleift að finna réttu græjurnar fyrir viðburðinn, og á lægra verði en þig grunar.
Þú nýtur líka góðs af fjölþættri reynslu starfsmanna okkar af hönnun lýsingar og leikmyndar fyrir viðburði og sjónvarpsverkefni, á borð við Nova skautasvellið á Ingólfstorgi, The Voice, og The Biggest Loser, auk fjölda brúðkaupa og árshátíða þegar þú þarft að fá ráðgjöf varðandi útlit og skipulag viðburðarins.
Hjá Luxor færðu líka allt sem þú þarft til þess að gera viðburðinn einstakan, eins og ljósaseríur í kílómetravís, stjörnutjöld og upplýsta jökulveggi, auk fjölbreytts ljósabúnaðar, fyrsta flokks hljóðbúnaðar og létta sviðspalla úr áli.
Það er auðveldara en þú heldur að setja upp réttu græjurnar fyrir viðburðinn þinn, og ef þú ert með metnaðarfull verkefni, er alltaf hægt að fá aðstoð við uppsetninguna frá reynsluboltunum í Luxor.
Og til þess að gera viðburðinn ódauðlegan erum við með fullkomnar HD og 4K vídeóvélar af ýmsu tagi og fyrsta flokks hljóðupptökubúnað.
Ekki hika við að hafa samband, við hlökkum til að heyra í þér!