Veisluþjónar ehf eru með margra ára reynslu af þjónustustörfum og hafa séð um á annað hundrað brúðkaupsveislur, sem og ýmsa aðra viðburði af öllum stærðum og gerðum.
Hvort sem þú ert með litla eða stóra veislu þá hafa Veisluþjónar ehf reynda og/eða faglærða þjóna á sínum snærum sem sjá til þess að veislan ykkar gangi upp með glæsibrag.
Þjónar mæta í veislur á höfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi og starfa jafnt með fyrirtækjum, veisluþjónustum og einstaklingum.
Meðal þeirra fyrirtækja sem Veisluþjonar ehf hafa starfað fyrir má nefna Grillvagninn, Gamma, True North, Concept Events, Saga Events og mörgum fleiri.
Nokkrar umsagnir um Veisluþjóna af Facebook:
"Veisluþjónar hafa aðstoðað Kokkalandsliðið við viðburði á okkar vegum, staðið sig afskaplega vel og leyst þjónustuna með glans og brosi á vör" - Hafliði Halldórsson, 20. júní 2018
“Fengum þrjá frábæra þjóna í brúðkaupið okkar, þvílík fagmennska! Gætum ekki verið ánægðari.” - Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson, 16 september 2018
Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir
18. júní 2018
“Ég hef notað þjónustuna tvisvar sinnum, bæði í afmælisveislu og fermingu og hef fengið frábæra þjóna í báðar veislurnar. Maður þarf engar áhyggjur að hafa í veislunni, þær vita allt betur en maður sjálfur og gera þetta vel.”- Sóley Valdimarsdóttir, 13 mars 2018.
18. júní 2018
“Ég hef notað þjónustuna tvisvar sinnum, bæði í afmælisveislu og fermingu og hef fengið frábæra þjóna í báðar veislurnar. Maður þarf engar áhyggjur að hafa í veislunni, þær vita allt betur en maður sjálfur og gera þetta vel.”- Sóley Valdimarsdóttir, 13 mars 2018.