Eldborg er stærsti salur Hörpu og er staðsettur á annarri hæð hússins. Hönnun og útfærsla salarins skapar glæsilega umgjörð utan um tónleika og aðra viðburði í salnum.
Í salnum er fyrsta flokks aðstaða til tónleikahalds hér á landi með sérhönnuðum hljómburði fyrir allar tegundir tónlistar. Búningsherbergi listamanna, stjórnenda og einsöngvara eru á sömu hæð sem og öll aðstaða fyrir listamenn.
Stórt svið og hljómsveitargryfja eru í salnum og hægt er að nýta svalir bak við sviðið og til hliðar.
Eldborg rúmar um 1.600 gesti í sæti og 1.800 ef allir möguleikar eru fullnýttir. Í salnum er hljóðkerfi og ljósabúnaður ásamt túlkaklefum.
Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir alþjóðlegar ráðstefnur og fyrirlestra. Salurinn er afar glæsilegur og opnar nýja vídd fyrir tónlistarmenn og tónleikagesti á Íslandi.