Ef þig vantar gistingu fyrir ættarmótið, veisluna, fundinn,
árshátíðina eða aðrar uppákomur á Blönduósi eru Glaðheimar góður staður
til að vera á. Veitingastaðurinn
Potturinn og Pannan er í göngufæri sem og
Félagsheimilið Blönduósi.
Sumarhúsin
Sumarhúsin eru til leigu allt árið. Gistirými í 18 velbúnum húsum fyrir
allt að 90 manns. Heitir pottar og sauna í mörgum húsum. Fallegar gönguleiðir eru við húsin en hægt er að ganga upp með ánni og yfir
göngubrú útí litla eyju sem Hrútey. Þar er afar fallegur gróður og
fjölskrúðugt fuglalíf. Einnig er hægt að ganga eftir göngustígum með
Blöndu.
TjaldsvæðiðGlaðheimar reka einnig tjaldstæðið á Blönduósi og eru aðilar að útilegukortinu. Bjóðum einnig upp á svefnpokapláss.
Við viljum vekja athygli á að glæsileg ný sundlaug var opnuð á Blönduósi sumarið 2010 og er hún í göngufæri við tjaldsvæðið og sumarhúsin.