Blönduból

Gisting í þremur smáhýsum við ósa Blöndu ásamt tjaldsvæði

Góð aðstaða í hlýlegum smáhýsum
Lítið kaffihús og bar í nágrenni
Mikið úrval af afþreyingu
Gönguleiðir
Salaraðstaða í nágrenni
Góð gisting fyrir fundi, árshátíðir, veislur, afmæli o.fl.


Nánari upplýsingar
Við ósa Blöndu eru 3 hugguleg og vel útbúin smáhýsi. Stutt frá þeim er lítið kaffihús og bar með mikinn karakter sem kallast Ljón norðursins. Hýsin eru skemmtilega hönnuð og vel gerð og andrúmsloftið á svæðinu skapar stemningu sem lætur engan ósnortinn.

Staðurinn er rekinn af Jónasi Skaftasyni en hann býður einnig upp á skemmtilegar ferðir í sela- og náttúruskoðun út á Skaga. Ferðirnar kallar hann „Göngum á vit Kálshamarsvík“

Á svæðinu er einnig tjaldsvæði. Kjörið er að halda ættarmót, ráðstefnur, námskeið, veislur, fermingar eða aðrar uppákomur á Blönduósi í þeirri góðu aðstöðu sem þar er að finna.

Verið hjartanlega velkomin.







Blönduból
Blöndubyggð 9 540 [bær]
Sími: Birta símanúmer
http://www.osinn.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar