CP Reykjavík er frísklegt og skapandi þjónustufyrirtæki sem býr yfir áralangri reynslu í því að skipuleggja ráðstefnur, viðburði og hvataferðir.
Við sérhæfum okkur í skipulagningu og utanumhaldi um ráðstefnur, fundi og sýningar, framkvæmd á óvenjulegum og spennandi viðburðum og bjóðum upp á hvetjandi og skapandi hvataferðir sem og lúxus ferðir fyrir bæði innlenda og erlenda viðskiptavini.
Við höfum fagmennsku og hugmyndaauðgi að leiðarljósi á öllum sviðum. Við sníðum þjónustuna að þínum þörfum og kunnum ótal ráð til að gera viðburðinn sem ánægjulegastan.