Reynir Sigurðsson - víbrafónn
Jón Páll Bjarnason - gítar
Gunnar Hrafnsson - kontrabassi
Tríóið er með einstaka hljóðfæraskipan sem skapar ljúfan hljóm og jazzvæna stemningu.
Efnisskráin er í senn íslensk og alþjóðleg. Íslensk lög eftir Sigfús Halldórsson sbr. hljómdiskurinn TRES sem kom út árið 2007, Jón Múla og Oddgeir Kristjánsson o.fl. Erlent efni m.a. efnisskrár tileinkaðar George Shearing, Art Van Damme, Modern jazz quartet og Charlie Parker.
Einnig bandarísk söngleikjatónlist og tónlist frá Norður löndum. Reynir Sigurðsson kemur líka fram einn síns liðs (afmæli, brúðkaup, dinnermúsík) og leikur þá á marimbu, píanó og harmóniku.