Anddyri Háskólabíós er um 900m² sem nýtist vel sem sýningar- og kynningaraðstaða.
Háskólabíó er búið fullkominni sýningartækni til ráðsefnu- og fundarhalds; video, skyggnur, tölvumyndvarpi og þráðlausar internettengingar.
Handan götunnar er 4 stjörnu hótel, Radison SAS Hótel Saga, með 209 herbergjum og svítum, matsölum, börum og setustofum. Að auki er fjöldi fyrsta flokks hótela í miðborginni.
Háskólabíó hefur haft fasta viðskiptavini á undanförnum áratugum, bæði innlenda og alþjóðlega, s.s. úr lækna- og lyfjageiranum, iðn- og tæknigeira, opinberar og alþjóðlegar stofnanir, auglýsinga- og markaðsfólk.