Björtuloft eru glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, einkasamkvæmi, móttökur og fundi.
Um er að ræða 400 m²
rými á tveimur hæðum (6. og 7. hæð) sem henta vel fyrir fundi, veislur, standandi móttökur og ýmsa aðra mannfagnaði.
Salurinn rúmar um 100 manns í sæti á efri hæð og um 40 manns á neðri hæð eða því samtals um 140 manns við hringborð á báðum hæðum.
Hugmyndin er þó að fyrir veislur að taka á móti gestum á neðri hæð salarins og bjóða til kvöldverðar á efrihæðinni.
Ef um standandi móttöku er að ræða þá rúmar rýmið allt að 200 manns á báðum hæðum. Salurinn er búinn sýningartjaldi og skjávarpa ásamt hljóðkerfi.
Fyrir fundi þá hentar salurinn vel fyrir allt að 100 manns en gert er ráð fyrir að fólk fundi á efrihæð og fari svo niður á neðri hæðina í kaffi, hádegisverð o.s.frv.