Salurinn tónlistarsalur Kópavogs

Salurinn Kópavogi er sérhannaður tónleikasalur

Sérhannaður tónleikasalur
Flygill á sviði
Öflugt hljóðkerfi


Nánari upplýsingar
Salurinn í Kópavogi er sérhannaður tónleikasalur.    

Salurinn rekur öflugt miðasölukerfi sem hægt er að nýta sér gegn lágmarks þóknun. Innifalið í þeirri þóknun er miðasala á eftirtöldum stöðum:      http://www.salurinn.is/     http://midi.is/    

Afgreiðsla Salarinser opin virka daga kl. 12:00 - 17:00 og klukkustund fyrir tónleika.

Æfingartími er innifalin í grunnleigunni sem eru þrjár samfelldar klukkustundir, og sjá flytjendur um að bóka æfingu með góðum fyrirvara. Greiða þarf sérstaklega fyrir hvern viðbótaræfingartíma.

Allir viðburðir Salarins fá kynningu á heimasíðu Salarins, auk þess sem fjöldapóstur er sendur til Vildarvina Salarins og er það innifalið í grunnleigunni.

Flytjendum er jafnframt boðið að senda fréttatilkynningu til fjölmiðla í nafni Salarins.

Flytjendur sjá sjálfir um að boða ljósmyndara á æfingu og eru hvattir til að fylgja frétta-tilkynningum eftir og sækjast eftir viðtölum og annars konar umfjöllun um tónleika sína.

Innifalið í grunnleigugjaldi er tæknimaður á vakt sem hefur yfirumsjón með öllum tæknibúnaði hússins og sér hann um að koma hljóðmanni viðkomandi tónleikahaldara í samband við fast kerfi hússins.

Tæknimaður Salarins sér einnig um ljósastillingu og aðstoðar flytjendur við undirbúning ásamt húsverði.

Tæknimaður sér einnig um staðlaða hljóðupptöku fyrir flytjendur sé þess óskað.

Hljóðkerfi í Salnum er öflugt og gott hljóðkerfi; Meyer hátalarar, Yamaha mixer og nokkuð úrval af míkrófónum. Hljóðkerfið stendur flytjendum til boða gegn gjaldi sem er mismunandi eftir umfangi tónleika.

Veitingasala er í tónleikahléum, en ef ekkert hlé er á tónleikunum verður að láta vita með góðum fyrirvara.

Salurinn tónlistarsalur Kópavogs
Hamraborg 6 200 Kópavogi
Sími: Birta símanúmer
www.salurinn.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Salurinn - tónlistarhús Kópavogs in a larger map

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar