Norræna húsið býður upp á góða aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds í fallegu umhverfi. Húsakynni sem og húsbúnaður er teiknað af Alvar Aalto sem er einn af merkustu arkitektum 20. aldarinnar og gefur hverju tilefni sérstakan blæ.
Salurinn
Gengið er beint inn í salinn frá rúmgóðu anddyri, en þar er einnig að finna veitingastað, bókasafn og aðgengi í sýningarsal.
Í salnum er mikil lofthæð og gluggi sem hleypir dagsbirtu inn og tveir inngangar.
Hægt að raða upp húsbúnaði í samræmi við þarfir hvers og eins til að mynda leikhúsuppstillingu, hringborð eða í skólastofuuppstillingu.
Hentar vel til funda-, ráðstefnu og tónleikahalds eða til kvikmyndasýninga.
Ýmis konar tækjabúnaður er til reiðu: ræðupúlt, hljóðkerfi, hljóðnemar fyrir pallborð, skjávarpi, fartölva, myndbandstæki og stórt tjald, sjónvarp, myndvarpi, litskyggnuvél, segulbandstæki, flettitafla og pennatafla.Á sömu hæð er fundarherbergi sem nýtist vel fyrir minni fundi eða hópavinnu og á neðri hæð hússins eru tveir rúmgóðir salir sem henta vel fyrir móttökur, kynningar eða sýningar.
Norræna húsið