Edinborgarsalurinn Ísafirði

Glæsilegur salur fyrir tónleika og menningarviðburði á vesturlandi

Fjölnota salur í miðbæ Ísafjarðar
Gott aðgengi og næg bílastæði
Innangengt í veitingahús sem tekur 100 manns við borð
3 smærri salir á efrihæð
Húsið er allt nýuppgert


Nánari upplýsingar
Edinborgarsalurinn er rúmlega 476 fm þegar hliðarsalurinn er talinn með. þetta er fjölnota salur sem býður upp á góða aðstöðu fyrir leiksýningar, tónleika, ráðstefnur, fundi, málþing, kaupstefnur og fleira. Á sömu hæð er 219 fm veitingahús sem tekur 100 manns við borð.

Í suðurenda á 2. Hæð er Rögnvaldarsalur 114 fm ásamt tveimur smærri sölum, sem eru 55 og 45 fm. Auk þess að vera kennslusalir listaskólans henta þeir til mannamóta í sinni víðustu mynd.

Í Norðurenda á sömu hæð eru svalir yfir Edinborgarsal og tæknirými  salarins.

Á þriðju hæð í risi eru tveir salir, samtals 141 fm rými.  Rýmið er einstaklega fallegt þar sem það er undir reisulegu háaloftinu. Auk mannamóta geta félög jafnframt fengið aðstöðu undir starfsemi sína eins og gerðabækur og fundarhamarinn

Edinborgarsalurinn Ísafirði
Aðalstræti 7 400 Ísafjörður
Sími: Birta símanúmer
www.edinborg.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Larger Map

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar