Veitingastaðurinn dregur nafn sitt af einu best geymda leyndarmáli okkar Íslendinga, gjánni Silfru sem er staðsett skammt frá hótelinu í Þingvallaþjóðgarði.
Veitingastaðurinn státar sig af nýrri norænni matargerðarlist sem einkennist af hreinleika, ferskleika , einfaldleika og því siðferði sem við viljum tengja við þennan heimshluta.
Hún byggir á hráefni sem vex við framúrskarandi skilyrði ásamt því að sameina kröfu um ljúffengan mat og nútímalega þekkingu á heilsu og vellíðan fólks.
Yfirkokkur Silfru heitir Guðmundur Sverrisson . Guðmyndur hefur safnað sér reynslu í Belgíu þar sem hann starfaði á tveggja Michelinstjörnu veitingastaðnum Sea Grill í Brussel .
Guðmundur hefur sérhæft sig í því sem kallast “slow food” á hinu alþjóðlega tungumálinu sem felst í því að matreiða úr sem ferskasta hráefni mögulegt sem er flest fengið “beint frá bónda” úr nánasta nágrenni við hótelið.