Tónlistar- og fyrirlestrarsalurinn Hljóðberg Í viðbyggingu (gengið inn frá Skálholtsstíg) er nýr og vandaður fjölnota salur, sérstaklega hannaður til tónlistarflutnings.
Hljóðberg hentar einnig vel til fyrirlestrahalds, sýninga og annarra minni viðburða.
Hannesarholt er áhugaverður valkostur fyrir fundi, námskeið, málþing, minni ráðstefnur og aðrar uppbyggjandi samkomur.
Á fjórum hæðum hússins eru ýmsar vistarverur sem henta ólíkum aðstæðum.
Baðstofuloft á 3.hæð, tvö fundarherbergi,
Rauða herbergið og
Hvíta herbergið auk
arinstofu á 2. hæð,
Veitingahúsið í Hannesarholti á 1. hæð og 100 fermetra salur í viðbyggingu að húsabaki.