Baðstofuloftið Hannesarholti
er fjölnota rými sem hentar fyrir óformlega viðburði, námskeið eða leikherbergi fyrir börn og fullorðna.
Athugið að takmörkuð lofthæð er í rýminu.
Hannesarholt
Hannesarholt er áhugaverður valkostur fyrir fundi, námskeið, málþing, minni ráðstefnur og aðrar uppbyggjandi samkomur.
Á fjórum hæðum hússins eru ýmsar vistarverur sem henta ólíkum aðstæðum.
Baðstofuloft á 3.hæð, tvö fundarherbergi; Rauða herbergið og Hvíta herbergið auk arinstofu á 2. hæð, Veitingahúsið í Hannesarholti á 1. hæð og 100 fermetra salur í viðbyggingu að húsabaki.
Tónlistar- og fyrirlestrarsalurinn Hljóðberg
Í viðbyggingu (gengið inn frá Skálholtsstíg) er nýr og vandaður fjölnota salur, sérstaklega hannaður til tónlistarflutnings.
Hljóðberg hentar einnig vel til fyrirlestrahalds, sýninga og annarra minni viðburða.