Salnum hefur verið lokað og er ekki lengur til leigu
Veislusalurinn Frosti er á efrihæð Ísbúðarinnar Háaleiti.
Salurinn tekur um 40 manns í sæti og er því góður fyrir smærri veislur. Hægt er að raða upp borðum og stólum á fjölbreyttan hátt eftir tilefni.
Í salnum er borð til að bera fram veitingar og hægt er að vera með krapavélar og ískúlukæla og fleira skemmtilegt sem Ísbúðin Háaleiti býður uppá. Boðið er uppá að versla pizzur, gos, kaffi og aðrar ísvörur fyrir þá sem þess óska.
Einnig er hægt að koma með eigin veitingar.
Salurinn hentar mjög vel fyrir barnaafmæli, fjölskyldusamkomur, litlar skírnarveislur eða fermingarveislur og fleira.
ATH! Allar veislur verða að vera án áfengis