Rúmgott og fullbúið eldhús er við veislusalinn, leirtau fyrir 250 manns, kæliskápar, klakavél, uppþvottvél, matarofn o.fl.
Salurinn
er afar bjartur og fallegur en í salnum eru mjög stórir gluggar sem
snúa í norður, hægt er að draga fyrir gluggana en fallegar svartar
gardínur eru í salnum.
Stórt móttöku rými er fyrir framan veislusalinn, tilvalið t.d. í fordrykki.
Við veislusalinn er einnig stór hellulögð verönd sem snýr í norður og í áttina að knattspyrnuvellinum. Á fallegum sumardögum er hægt að njóta kvöldsólarinnar á veröndinni og færa veisluna út fyrir.
Leigutakar fá salinn afhentan samdægurs, ef óskað er eftir því fá salinn deginum áður þarf að greiða aukagjald vegna þess. Greiða þarf fyrir umsjónarmann sem fylgir salnum og aðstoðar hún við uppröðun og frágang.
Leigutakar sjá samt um gróf þrif á salnum eftir veislu.
Stórt móttöku rými er fyrir framan veislusalinn, tilvalið t.d. í fordrykki.
Við veislusalinn er einnig stór hellulögð verönd sem snýr í norður og í áttina að knattspyrnuvellinum. Á fallegum sumardögum er hægt að njóta kvöldsólarinnar á veröndinni og færa veisluna út fyrir.
Leigutakar fá salinn afhentan samdægurs, ef óskað er eftir því fá salinn deginum áður þarf að greiða aukagjald vegna þess. Greiða þarf fyrir umsjónarmann sem fylgir salnum og aðstoðar hún við uppröðun og frágang.
Leigutakar sjá samt um gróf þrif á salnum eftir veislu.
Til
staðar er fullkomið hljóðkerfi og skjávarpi og leigist það með
tækjapakkanum en hann inniheldur, skjávarpa, þráðlausan hljóðnema, tölvu
eða stóra RCF hátalara frá Exton. Að auki í pakkanum er svið (2,5m x
3,75m) og háborð (2,25m x 5m) í boði.
Aðstoðarmanneskjur þurfa að fylgja salnum og er þeim greitt eftir viðburð.
Veislum skal lokið fyrir klukkan 02:00
Dúkaleiga á staðnum.