Spennandi veisluaðstaða
Ketilskálinn er í fallegu umhverfi Skemmtigarðsins í Grafarvogi, í útjaðri Reykjavíkurborgar, Gufunesi.
Ketilskáli er tilvalinn fyrir hverkyns veislur og mannfagnaði og auðvelt að skapa ógleymanlega sveitastemningu með kertaluktum og skreytingum.
Hægt er að bæta við útitjöldum og stækka þannig rýmið töluvert.
Skálinn hentar mjög vel fyrir starfsmannaskemmtanir, fyrirtækjadaga, afmæli, ættarmót, brúðkaup og fleira. Hægt er að halda stór ættarmót og mannfagnaði og gista á svæðinu þar sem stórt tjald og húsbíla stæði er skammt frá veislusalnum.
Fjölbreytt afþreying
Ef óskað er þá býður Skemmtigarðurinn uppá fjölbreytta afþreyingu á staðnum.
Minigolf, fótboltagolf, lasertag, paintball, Archery Tag, Þrautaleiki með spjaldtölvur, ýmiskonar hópefli og ratleiki.