Litabolti eða Paintball er skemmtilegur leikur sem reynir á rökhugsun og samvinnu og er góð leið til að byggja upp liðsandann. Leikurinn er spilaður á stórum útivöllum þar sem hópar vinna saman við að leysa ýmsar þrautir.
Fyrirkomulag
Hópstjórar taka á móti ykkar hópi, skipta honum upp í lið og setja upp þá leiki sem henta og óskað er eftir.
Í upphafi er farið yfir hvern leik og hann útskýrður fyrir leikmönnum. Spiluð eru nokkur mismunandi leikkerfi og leystar þrautir, t.d. að ná fána og koma honum upp á sem stystum tíma.
Litbolti þykir henta vel sem hluti af hópefli fyrirtækja og hópa sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum undir öðrum kringumstæðum en á vinnustað.
ath 15 ára aldurstakmark er í Litabolta
Skemmtigarðurinn í Grafarvogi
býður uppá fjölbreitta afþreyingu fyrir hópa, barnaafmæli, fjölskyldudaga, hópefli, fyrirtækjadaga ofl. Einnig er hægt að leigja Ketilskálann fyrir veisluhald.
Hér má skoða nánari upplýsingar um Skemmtigarðinn í Grafarvogi