Veislustjórnun
Lalli er fyndinn, töfrandi og öðruvísi veislustjóri en fyrst og fremst að þá er hann skipulagður og fagmannlegur þegar kemur að veislustjórnun. Hann passar alltaf uppá það að veislur fljóti vel og er fólki alltaf innan handar varðandi atriði og samsetningu á veislukvöldinu sjálfu.
Á milli rétta og á dauðum punktum stekkur hann til með grín, töfra og almenna vitleysu sem höfðar bæði til ungra sem aldna.
Fjölskylduskemmtanir
Á svokölluðum fjölskylduhátíðum má segja að Lalli sé á heimavelli. Hann hefur gefið af sér góðann orðstír að koma fram á sýningum þar sem blanda af ungu, fullorðnu og rosa fullorðnu fólki er komið saman.
Lalli nær að skemmta öllum hópum í einu og oftar en ekki hrekkur fólk einfaldlega við að sjá skemmtikraft ná svona vel til allra aldurshópa. Sjón er sögu ríkari.
Fullorðins
Þegar Lalli kemur fram þar sem einungis fullorðnir eru í salnum má búast við hverju sem er!!! Þá lætur Lalli ekkert stoppa sig og í bland við mikið grín og flotta töfra, nýtur hann þess að ganga of langt með því að gera skrítna, óþægilega og jafnvel ógeðslega hluti sem fær fólk hreinlega til þess að grenjar úr hlátri.
Barna
Það er hreinlega ótrúlegt hversu vel Lalli nær til barna!!! (enda er hann kallaður, ofvaxna barnið, af vinum sínum). Lalli byrjaði feril sinn sem töframaður á Því að koma fram í barnaafmælum, enda gerir hann gjörsamlega allt vitlaust í hvert sinn sem hann stígur fæti inní barnaafmæli.