Í miðbæ Akureyrar býður Hótel KEA uppá þrjá glæsilega veislu og fundarsali. Salirnir henta fyrir allt að 150 manns í sitjandi borðhald og enn fleiri í standandi móttökur.
Salirnir eru búnir hljóðkerfi fyrir tal og dinnertónlist, stýringu á ljósum til að skapa réttu stemninguna og myndvarpa og sýningartjaldi.
Gott aðgengi er að hótelinu ásamt rúmgóðu anddyri, setustofu og bar.
Hótelið er búið 104 herbergjum
Salirnir henta fjölbreyttum veislum og viðburðum svo sem fyrir árshátíðir, brúðkaup, afmæli. erfidrykkju. Einnig fyrir skirnarveislur, fermingar og afmæli.