Í miðbæ Akureyrar býður Hótel KEA uppá þrjá glæsilega sali fyrir fundi og ráðstefnur, kennslu og fyrirlestra, sem og hverskyns veisluhalda.
Salirnir henta fyrir allt að 150 manns í sitjandi fundarhald og enn fleiri í standandi móttökur.
Salirnir eru búnir hljóðkerfi fyrir ræðuhöld, stýringu á ljósum til að skapa réttu stemninguna og myndvarpa og sýningartjaldi ásamt þráðlausri nettengingu.
Gott aðgengi er að hótelinu ásamt rúmgóðu anddyri, setustofu og bar.
Hótel KEA státar af áratuga langri reynslu af fundar og veisluhöldumog fjölbreytt úrval lúffengra veitinga er hægt að velja um fyrir fundinn, kaffihlaðborð, léttan hádegisverð eða veisluhlaðborð að óskum hvers og eins.
Hótelið er búið 104 herbergjum sem hentar vel fyrir þá sem þurfa gistingu á meðan á ráðstefnu stendur.