Brúarás er glæsilegt veitinga- og samkomuhús í Borgarfirðinum í aðeins 1,5 klukkustundar aksturs fjarlægð frá höfuðborginni. Húsið er allt ný-uppgert með aðstöðu fyrir allt að 150 manna veislur og viðburði.
Brúarás er með mikilli lofthæð og stórum gluggum. Með fallegum arkitektúr myndast skemmtileg stemning þar sem birta og náttúra renna saman í eitt.
Í húsinu er fullbúið eldhús þar sem boðið er uppá fjölbreyttar veitingar allt eftir því hvað hentar hverju tilefni.
Í salnum er hljóðkerfi fyrir tal og tónlist, góður bar og setustofa.
Nátturan allt í kring og nálægðin við margar af helstu náttúruperlur Vesturlands gerir Brúarás að einstökum stað til að halda skemmtilegar veislur og viðburði.
Það er t.d. tilvalið fyrir fyrirtækjahópa, félagasamtök og aðra ferðamenn að fara í skoðunarferð um nágrennið og koma síðan í notalegan salinn, njóta ljúffengra veitinga og góðrar samveru.
• Hraunfossar og Barnafoss 2 km
• Húsafell 9.5 km
• Viðgelmir 13.5 km
• Deildatunguhver 23.5km