Snekkja í veisluna
Snekkjan er staðsett við gömlu höfnina í Reykjavík fyrir neðan Sjóminjasafnið og Bryggjuna Brugghús.
Snekkjupartý
Snekkjan er búin hljóðkerfi fyrir tónlist sem hægt er að tengjast með bluetooth, leðursófum og lúxus káetum.
Mögulegt er að koma sjálf með veitingar um borð.
Kvöldsigling út á Sundin og um eyjarnar
Þá er notalegt að hafa fordrykk við bryggju meðan gestir eru að ganga um borð og síðan siglt um Sundin og eyjarnar við góða tónlist og í einstöku umhverfi.
Eftir að snekkjan legst aftur að bryggju geta gestir notið þess að dvelja um stund um borð og notið lífsins við höfnina í Reykjavík.
Snekkjan hentar sérstaklega vel fyrir fordrykk eða kokteil áður en farið er út að borða í miðbænum eða áður en haldið er út á skemmtanalífið í borginni.
Hópefli með glæsibrag - Snekkju Partý
Tilvalið fyrir þá sem eru að koma af fundi eða ætla að fara út að borða að fara í þægilega siglingu um sundin með fordrykk og léttum veitingu til að þétta hópinn með glæsibrag.
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.