Lestrarsalurinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu er virðulegur og fallegur salur með höfðinglegri aðkomu.
Hægt er að vera með um 100 manns í standandi opnun en um 80 manns í bíouppröðun fyrir fundi, fyrirlestra, tónleika og ráðstefnur.
Í salnum er góður hljómburður og flygill og falleg birta frá stórum gluggum leikur um salinn.
Athugið að salurinn er ekki leigður út til almennra veisluhalda en hentar hinsvegar vel fyrir standandi samkomur, kokteil eða opnanir.
Í safnahúsi eru að auki fundarstofa fyrir 10 manns og og fundarherbergi fyrir 16 manns.