Salurinn er ekki lengur leigður út
Drukkstofa Óðins er einstakur staður til að halda góða veislu. Stórir gluggar sem vísa út í hraunið og klettana framan við salinn ásamt fornum vikingastíl á húsgögnum og bar gera stemninguna einstaka.
Aðgengi í salinn er beint inn af klettagili framan við salinn. Þar er hægt að setja upp húsgögn og hitara og jafnvel tjalda veislutjaldi og þá geta mun fleiri nýtt sér aðstöðuna.
Í salnum er stór bar og vínveitingaleyfi en gestir geta komið með sínar eigin veitingar.
Bjór á kútum er seldur á góðu verði.
Gott bílastæði er við salinn og hægt að leggja rútu ef þess er óskað.
Athugið að salurinn hentar síður fyrir sitjandi borðhald, en er frábær í standandi / sitjandi veislur, kokteilpartý, pinnamat og smárétti.
Mjög þægilegt að vera með Hentugt að vera með grill, grillvagn eða matarvagna við salinn.
Fyrirspurnum í síma svarar Erla virka daga frá 07:00 - 14:00 en best er að nota fyrirspurnakerfið hér til hliðar.