Ásmundarsalur, hús og vinnustofa Ásmundar Sveinssonar er einstaklega fallegt sýninga- og viðburðahús staðsett við hlið Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti.
Spennandi arkitektúr einkennir húsið og falleg birta leikur um fjölbreytt rými hússins.
Á neðri hæðinni er veislu og fundarsalur sem tekur allt að 35 manns í sæti og á daginn er þar kaffihús Reykjavík Roasters. En á kvöldin leigt út fyrir fundi eða smærri veislur.
Salnum er hægt að raða upp með langborðum og skapa einstaklega notalega stemningu.
Á efrihæð hússins er fundarherbergi sem rúmar 8 manns við borð. Herbergið er búið þægilegum stólum við langborð og með góðu næði.
Fundarherbergið er leigt út allan daginn og geta fundargestir nýtt sér veitingar Reykjavík Roasters á neðri hæð.
Á efri hæðinni er Ásmundarsalur, opið rými fyrir myndlistasýningar en nýtist jafnframt sem veisluaðstaða fyrir standandi veislur og opnanir.