Skátafélagið Vífill hefur til leigu góðan veislu- og fundarsal í skátaheimilinu Jötunheimum í Garðabæ.
Salurinn rúmar 100 manns til borðs í sitjandi veislum. Lofthæð er góð og útsýni fallegt.
Gott aðgengi er að salnum og næg bílastæði
Rúmgott anddyri er framan við salinn með sófum og fatahengi og lyftu.
Í salnum er hljóðkerfi fyrir tal og tónlist, skjávarpi og tjald.
Í salnum er rúmgott móttökueldhús með borðbúnaði fyrir 100 manns, ásamt stórri uppþvottavél, kaffikönnum og tilheyrandi.
Salurinn er leigður á hagstæðu verði, en starfsmaður frá Vífli þarf alltaf að fylgja salnum og honum greitt sértstaklega fyrir.
Salurinn er leigður jafnt að degi til, á kvöldin og um helgar.
Athugið að samkvæmum þar að vera lokið á miðnætti.
Athugið: Á sumrin rekur Skátafélagið Vífill Útilífsnámskeið og Smíðavöll við skátaheimilið Jötunheima. Stjórn Vífils hefur því ákveðið að leigja ekki salinn út á tímabilinu 1. júní til 1. september.
Þeir sem hafa pantað salinn halda sínum pöntunum, en að svo stöddu engar nýjar pantanir fyrr en eftir 1. september
©www.salir.is