Hótel Grímsborgir býður uppá einstaklega góða veislusali og fundarsali í fallegri náttúrunni í Grímsnesi.
Umhverfið er friðsælt og fallegt og aðeins í 45 km fjarlægð frá Reykjavík við Gullna hringinn.
Tveir bjartir og fallegir salir eru í húsinu sem rúma annarsvegar 130 manns til borðs og hinsvegar 70 manns. En það er hægt að opna á milli og rúmar húsið þá um 200 manns til borðs eða um 240 manns í standandi veislur og móttökur.
Öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Gott aðgengi, rúmgott anddyri setustofa með arineld og notalegheitum.
Fullkomið veislueldhús og meistarakokkar sem galdar fram allt frá smáréttum og kaffihlaðborðum til margrétta Gala-veislumáltíða. Í húsinu eru góðir skjávarpar, sýningartjöld og hljóðkerfi fyrir tal og tónlist.
Fyrir þá sem þurfa gistingu þá er boðið uppá gistingu fyrir allt að 240 manns á hótelinu í stórum og fallegum herbergjum sumhver með heitum pottum til einkaafnota rúmgóðum svölum og vönduðum húsgögnum og rúmum, allt í sveitastíl með lúxus ívafi.
Á hótelinu er veitingastaður og bar og úrvals kokkar og þjónustulið. Boðið er uppá lifandi tónlist, sýningar og uppákomur um helgar eftir óskum.
Hótel Grímsborgir hentar því mjög vel fyrir fyrirtækjaferðir, árshátíðar. Serstaklega vel fyrir Brúðkaup og hópa sem þurfa einnig á gistingu að halda.
Fundar- og ráðstefnusalurinn tekur um 120 manns í sæti, búinn vönduðum tækjakosti til fundarhalda. Aðstaðan hentar vel fyrir minni og stærri fundi og ráðstefnur.