Hótel Grímsborgir býður uppá einstaklega góða veislusali og fundarsali í fallegri náttúrunni í Grímsnesi.
Umhverfið er friðsælt og fallegt og aðeins í 45 km fjarlægð frá Reykjavík við Gullna hringinn.
Tveir salir eru í húsinu annarsvegar 70 manna fundarsalur og hinnsvegar salur sem rúmar 130 manns til borðs. Salirnir eru búnir skjávarpa og sýningartjaldi ásamt hljóðkerfi fyrir tal og tónlist.
Salirnir henta því fyrir hverskyns fundi og ráðstefnur eða fyrir allt að 240 manna standandi veislur og móttökur.
Boðið er uppá kaffiveitingar fyrir fundargesti yfir daginn og gómsætan hádegisverð eða kvöldverð allt eftir óskum
Fyrir þá sem þurfa gistingu þá er boðið uppá gistingu fyrir allt að 240 manns á hótelinu í stórum og fallegum herbergjum sumhver með heitum pottum til einkaafnota rúmgóðum svölum og vönduðum húsgögnum og rúmum, allt í sveitastíl með lúxus ívafi
Á hótelinu er veitingastaður og bar og úrvals kokkar og þjónustulið. Boðið er uppá lifandi tónlist, sýningar og uppákomur um helgar eftir óskum.
Hótel Grímsborgir hentar því mjög vel fyrir fyrirtækjaferðir, árshátíðar. Fundi, námskeið og ráðstefnur.