Hótel Grímsborgir í Grímsnesi er með gistingu fyrir allt að 240 manns.
Boðið er uppá rúmgóð lúxus herbergi í sveitastíl og samræmi við kyrð og fegurð náttúrunnar í umhverfinu.
Hótelið býður upp á gistingu í 44 standard herbergi 24 superior herbergi, 25 deluxe herbergi, 2 svítum, 10 gallery svítum, 6 junior svítur, 5 stúdíóíbúðum og 6 stærri íbúðum með 4 svefnherbergjum hver, sem rúma allt að 8 manns. Herbergin og svíturnar eru með sér svalir og aðgang að heitum pottum.
Umhverfis íbúðirnar er falleg og stór verönd. Gasgrill og heitur pottur er við hvert hús. Einstaklega glæsileg herbergi og hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins.
Útgengt er á einkaverönd og aðgangur að heitum pottum á sameiginlegu útisvæði fylgir með herberginu. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði.
Boðið er uppá einstaklega góða veislusali og fundarsali í fallegri náttúrunni í Grímsnesi.
Umhverfið er friðsælt og fallegt og aðeins í 45 km fjarlægð frá Reykjavík við Gullna hringinn.