Hótel Grímsborgir gisting

4 stjörnu gisting í einstöku umhverfi

4 stjörnu hótel í sveitastíl með lúxus ívafi
Gisting fyrir allta að 240 manns
45 km fjarlægð frá Reykjavík


Nánari upplýsingar

Hótel Grímsborgir í Grímsnesi er með gistingu fyrir allt að 240 manns.

 

Boðið er uppá rúmgóð lúxus herbergi í sveitastíl og samræmi við kyrð og fegurð náttúrunnar í umhverfinu.

 

Hótelið býður upp á gistingu í 44 standard herbergi 24 superior herbergi, 25 deluxe herbergi, 2 svítum, 10 gallery svítum, 6 junior svítur, 5 stúdíóíbúðum og 6 stærri íbúðum með 4 svefnherbergjum hver, sem rúma allt að 8 manns. Herbergin og svíturnar eru með sér svalir og aðgang að heitum pottum. 


Umhverfis íbúðirnar er falleg og stór verönd. Gasgrill og heitur pottur er við hvert hús. Einstaklega glæsileg herbergi og hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins.

Útgengt er á einkaverönd og aðgangur að heitum pottum á sameiginlegu útisvæði fylgir með herberginu. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði. 

 

Boðið er uppá  einstaklega góða veislusali og fundarsali í fallegri náttúrunni í Grímsnesi. 

 

Umhverfið er friðsælt og fallegt og aðeins í 45 km fjarlægð frá Reykjavík við Gullna hringinn.

 


Tveir bjartir og fallegir salir eru í húsinu sem rúma annarsvegar 130 manns til borðs og hinsvegar 70 manns. En það er hægt að opna á milli og rúmar húsið þá um 200 manns til borðs eða um 240 manns í standandi veislur og móttökur.

Öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Gott aðgengi, rúmgott anddyri setustofa með arineld og notalegheitum.

Fullkomið veislueldhús og meistarakokkar sem galdar fram allt frá smáréttum og kaffihlaðborðum til margrétta Gala-veislumáltíða. Í húsinu eru góðir skjávarpar,  sýningartjöld og hljóðkerfi fyrir tal og tónlist.




Hótel Grímsborgir gisting
Ásborgir 48, 801 Grímsnesi
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar