UPPI

Fyrir einkasamkvæmi í miðbæ Reykjavíkur

Fyrir allt að 60 manns
8-12 manna einkaherbergi með langborði
Gott úrval af veitingum og góðum vínum
Spennandi hópmatseðlar
Fyrir leigu á staðnum er lágmarks greiðsla miðuð við tímasetningu og dag
Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur
Einstaklega flott hönnun og umhverfi
Fyrir einkasamkvæmi


Nánari upplýsingar

Uppi - Veislusalur og Bar
Uppi er flottur staður, staðsettur við Aðalstræti 12, í miðbæ Reykjavíkur sem hægt er að leigja fyrir einkasamkvæmi.

Staðurinn er í sama húsi of Fiskmarkaðurinn en gengið er inn í húsið um sérinngang frá Grjótagötu og upp á aðra hæð.

Staðurinn tekur allt að 60 manns og er skipt upp með sófum, borðum og stólum og vönduðum bar. Hvert rými staðarins heldur vel utan um gesti og hlýleg og falleg hönnun skapar notalega stemningu fyrir einkasamkvæmi í miðbæ Reykjavíkur.

Sérrými er á hæðinni fyrir allt 8-12 manna borðhald og hægt er að bóka það rými sérstaklega fyrir smærri hópa.

Áhersla er lögð á gott úrval af vínum og kokteilum og boðið er upp á spennandi hópmatseðla og smárétti.

Staðurinn státar af vandaðri þjónustu, einstakri matar  og drykkjar upplifun og góðri tónlist.

Kaup á veitingum og drykkjum gengur upp í leiguverð á staðnum og er þá miðað við ákveðin lágmarksfjölda og magn.

Athugið að verð eru miðuð við að staðurinn er lokaður fyrir almenning og þá er upphæðin miðuð við tímann og daginn sem er lokað fyrir hópinn og er lágmarks eyðsla sem þarf að vera en veitingar og drykkir eru innifaldnir upp að því verði.


Ef þú vilt halda flott einkasamkvæmi í miðbænum í einstöku umhverfi þá er Uppi staðurinn.

©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.

UPPI
Aðalstræti 12, 101 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar