Verbúð Veislusalur
Verbúðin er einstaklega vel staðsettur salur við höfnina í miðbæ Reykjavíkur.
Salurinn tekur 50 manns og staðsettur í gömlu verbúðunum við höfnina. Gengið er upp stiga uppá aðra hæð þar sem tekur á móti manni einfalt en afar sjarmerandi rými sem innréttað hefur verið til veislu- og fundarhalds.
Einfalt eldhúsborð með vaski er í salnum ásamt ískáp, örbylgjuofni, kaffikönnu, glösum og bollum. (Þó ekki eldavél né uppvöskunarvél.)
Í salnum er gott hljóðkerfi sem hægt er að tengast með bluetooth ásamt skjávarpa og stóru sýningartjaldi.
Salurinn leigist án veitinga en þeir sem vilja fá veitingar í salinn hafa gjarnan nýtt sér veitingar frá veitingastaðnum Höfnin, sem er í sama húsi.
Salurinn hentar vel fyrir þá sem vilja halda veislur og viðburði í svolítið framandi umhverfi.
Salurinn hentar fyrir vinnustaði, vinahópa, afmæli, fermingarveislur. Fundi, námskeið og fyrirlestra.
Einng er salurinn sérstaklega góður fyrir þá sem vilja hittast á spennandi stað áður en haldið er út á lífið í
miðborginni.
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.