Sviðið er glæsilegur viðburðarsalur staðsettur á besta stað við Brúartorg í nýja miðbænum á Selfossi.
Salurinn er sérhannaður fyrir tónleikahald og hentar einnig mjög vel fyrir veislur og viðburði, fundi og mannfagnaði.
Salurinn tekur um 100 manns í sitjandi borðhald og allt að 230 manns í standandi veislur og viðburði. Einnig er hægt að vera með 4-6 manna borð fyrir 140 manns sem hentar vel fyrir smáréttaveislur.
Salurinn er glæsilega hannaður, vel búinn tækjum og hljóðvist er framúrskarandi. Vandaður ljósabúnaður er á staðnum til að skapa réttu stemninguna ásamt myndvörpum og sýningartjöldum.
Aðgengið er mjög gott með stóru bílastæði fyrir aftan og góðu hljólastólaaðgengi.
Salurinn er leigður út fyrir hvers kyns veislur og viðburði og hefur skemmtanaleyfi til klukkan 03:00
Salurinn er leigður út með vínveitingum og matur er framreiddur af veisluþjónustum sem starfa í miðbænum.
Sviðið er kjörinn staður fyrir tónleikahald, menningarviðburði, árshátíðar, dansleiki, brúðkaup og fyrirtækjaferði. Einnig fullkomin aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur, námskeið, fyrirlestra og fundi.
Ef þú ert að leita að minni veislusal á Selfossi mælum við með Hæðinni sem er frábær salur fyrir allt að 70 manns eða góður staður til að koma saman fyrir viðburð á Sviðinu
Sendu okkur fyrirspurn ef þú hefur áhuga á að bóka salinn eða vantar nánari upplýsingar.
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.