Salurinn rúmar um 160 manns í sæti og hægt er að raða upp borðum á fjölbreyttan hátt. Sviðsupphækkun er í horni með púlti og hljóðnema og hljóðkerfi fyrir tal og tónlist.
Í salnum er bar þar sem hægt er að bera fram drykki og inn af barnum er gott móttökueldhús með uppþvottavél, ísskáp, eldavél og kaffikönnum. Móttökueldhúsið er ætlað sem aðstaða til að framreiða mat í salinn en ekki til að full elda mat. Á svölum er notalegt sófahorn.
Framan við húsið eru næg bílastæði með góðu aðgengi í salinn. Fatahengi við innganginn.
Salurinn hentar vel fyrir bæði veislur og fundi. Brúðkaupsveislur, árshátíðar, fyrirtækja skemmtanir. Afmæli, fermingarveislur.
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.