Spíran er bjartur og fallegur veislusalur í nýju húsi Garðheima við Álfabakka 6. Á daginn er þar rekin veitingastaður.
Salurinn er leigður út í veislur eftir klukkan 18:00 á laugardögum og sunnudögum.
Góð lofthæð og mikill gróður einkenna salinn. Bambusljós og pálmatré búa til suðræna stemningu.
Í veislur er gengið inn um sér inngang frá bílastæði við hliðina á húsinu.
Salurinn er mjög rúmgóður og tekur 110 manns í sitjandi borðhald og hægt er að raða upp borðum á fjölbreyttan hátt, til dæmis sem langborð eða 8 manna borð, með eða án dúka. Einnig er hægt að raða upp stólum í leikhúsuppstillingu fyrir menningarviðburði og athafnir.
Fyrir miðjum sal er stórt framreiðsluborð fyrir matarveitingar og drykki.
Salurinn er eingöngu leigður út með veitingum og sér veisluþjónusta Kokkarnir um veitingar í salnum.
Á sumrin er hægt að opna út á verönd aftan við húsið þar sem hægt er að njóta kvöldsólarinnar.
Spíran hentar fyrir brúðkaup, árshátíðar, fyrirtækjaskemmtanir, vorfagnaði, afmæli, fermingarveislur, jólahlaðborð.
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.