Sólheimar í Grímsnesi
Sólheimar í Grímsnesi er einstakur staður til að halda veislur, fundi, ráðstefnur, menningarviðburði eða námskeið. Þar er friðsæld og falleg náttúra í aðeins rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Á staðnum eru veislusalur og góð fundaraðstaða ásamt fjölbreyttri starfsemi eins og skógræktar- og garðyrkjustöðvar sem stunda lífræna ræktun, Sögusafn, matvinnsla, verslun, kaffihús með lífrænni kaffibrennslu og gistiheimili.
Vigdísarhús veislusalur
Í Vigdísarhúsi er fallegur og bjartur veislusalur með útsýni yfir fjöllin og uppsveitir Suðurlands.
Salurinn tekur um 120 manns í sæti og um 150 manns í standandi veislur og viðburði. Fullbúið eldhús er á staðnum ásamt borðbúnaði. Einnig er boðið uppá að leigja dúka í fínni veislur.
Í salnum er hljóðkerfi fyrir tal og tónlist. Sófahorn með þægilegum leðursófum. Myndvarpi og sýningartjald.
Leigist með eða án veitinga
Mögulegt er að koma með eigin veitingar í veislur, elda á staðnum eða að kaupa veitingar af veisluþjónustu staðarins.
Vigdísarhús hentar sérstaklega vel fyrir brúðkaupsveislur, afmæli, fermingarveislur og fyrirtækjahópa. Einnig er staðurinn upplagður fyrir fundi, ráðstefnur og kennslu.
Sesseljuhús fyrir fundi og fyrirlestra
Í námunda við Vigdísarhús er Sesseljuhús með bíósal fyrir 100 manns og fundarsal. Hér má skoða Sesseljuhús.
Gisting
Gistiheimili Sólheima er opið árið um kring. Í boði er gisting í tveimur húsum Brekkukoti og Veghúsum, samtals fyrir 46 manns.
Tjaldstæði er á Borg en þangað er 10 mínútna akstur frá Sólheimum.
Aðstaðan á Sólheimum er því einstaklega góð og fjölbreytt hvort sem er fyrir veislur, fundi, ráðstefnur eða kennslu. Hægt er að nýta til dæmis fundarsal fyrir undirbúning, bíósalinn fyrir fyrirlestur eða ráðstefnu og hafa síðan borðhald ogveislu í Vigdísarhúsi á eftir.
©www.salir.is