Laugarneskirkja
Laugarneskirkja er stílhrein og falleg bygging teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Góður hljómburður er í kirkjunni og berst hljóðið vel frá hvelfingu og að aftasta bekk kirkjunnar án þess að þurfa að magna upp með hljóðnemum.
Orgel Laugarneskirkju er smíðað af Björgvini Tómassyni Hljóðærið hefur 28 raddir og þykir hljómmikið og fallegt.
Í rýminu er 14 bekkir sem rúma allt að 200 manns í sæti.
Falleg dagsbirta leikur um bygginguna og stílhreinir hvítir veggir með einstaklega fallega þak hvelfingu haldur vel utan um gesti á meðan viðburði stendur.
Framan við kirkjuna eru næg bílastæði og gott aðgengi inn í húsið.
Á neðri hæð kirkjunnar er Safnaðarsalurinn sem rúmar allt að 100 manns í veislur. Hér má skoða safnaðarsalinn nánar. Einnig er þar fundarherbergi með sérinngangi. Innangengt er úr kirkjunni í Safnaðarsalinn.
Laugarneskirkja er einstakur staður fyrir tónleika, menningarviðburði, brúðkaup og kirkjulegar athafnir.
Einnig er gott að taka upp tónlist, söng og guðsþjónustur í kirkjunni.