Safnaðarheimili Laugarneskirkju er einstaklega góður salur fyrir veislur, fundi og menningarviðburði.
Gengið er inn í salinn neðanverðu við kirkjuna og fyrir framan eru næg bílastæði.
Salurinn er mótaður í kring um dansgólf og í miðjunni er svið fyrir ræðuhöld, skemmtiatriði og tónlist. Á sviðinu er hljóðkerfi, hljóðnemar. Til hliðar við sviðið er sýningartjald og skjávarpi.
Borðin raðast í kring um dansgólfið á upphækkun þannig að allir sjái vel á sviðið en einnig er hægt að bæta við borðum og nýta gólfið fyrir borðhald, dans eða leiksvæði fyrir börn.
Salurinn rúmar auðveldlega 90-100 manns til borðs og er leigður út án veitinga.
Safnaðarheimilið hentar einstaklega vel fyrir brúðkaup, fermingar, afmæli, skírnarveislur eða erfidrykkju.
Einnig er gott að nýta salinn fyrir fundi og menningarviðburði.