Stofan Eiðistorgi
Stofan er góður veislusalur hjá Rauða ljóninu við Eiðistorg á Seltjarnarnesi.Salurinn tekur 40 manns í sitjandi borðhaldi en allt að 70 manns í standandi veislur og viðburði.
Sér inngangur frá Eiðistorgi
Stofan hefur nýlega verið endurnýjuð og er ríkulega útbúin til að gera veisluna sem glæsilegasta. í salnum eru notalegir hægindastólar sem skapa afslappaða og þægilega stemningu. einnig er hægt að hafa opið út á yfirbyggt torgið í veislum, sem skapar suðræna og skemmtilega stemningu.
Veitingar
Vínveitingasala er í salnum af góðum bar og hægt er að velja tilbúna hópmatseðla, pízzu veislur eða pinnamat á hagstæðu verði.
Góður tækabúnaður
Í salnum er gott hljóðkerfi fyrir ræðuhöld og tónlist og háskerpu risaskjár sem hægt er að tengja við tölvu.
Koníaksstofan hentar vel fyrir veislur, móttökur, fundi og mannfagnaði. Afmæli, fermingar, útskriftir, fyrirtækjaveislur eða reunion. Einnig er auðsótt að halda tónleika og menningarviðburði í húsinu.
Á Rauða ljóninu er að finna glæsilegan pílusal þar sem hópar Stofunnar geta skemmt sér. Þá býður staðurinn líka uppá pool og fótboltaspil.