Bingó Barinn við Skólavörðustíg er spennandi salur fyrir veislur og viðburði. Staðurinn rúmar um 50 manns í sæti en er góður fyrir allt að 70 manns í standandi viðburð.
Salurinn er innréttaður í gömlum stíl þar sem retró húsgögn og fallegir húsmunir mynda skemmtilega stemningu. Stillanleg ljós og gott hljóðkerfi setur síðan tóninn í góða veislu.
Fyrir miðju er eyja þar sem hægt er að bjóða fram veitingar eða nota sem standborð með háum stólum.
Bingó er staðsett við Skólavörðustíg 8, í miðbæ Reykjavíkur en gengið er inn í húsið frá bílastæðinu Bergstöðum að baka til.
Mögulegt er að koma með eigin matarveitingar, veislubakka eða fingra mat, en áfenga drykki þarf að kaupa af staðnum.
Bingó Bar hentar mjög vel fyrir útskriftaveislur, starfsmanna hitting, afmæli, reunion og fyrir hópa sem vilja koma saman áður en haldið er út á næturlíf borgarinnar.
Þar sem staðnum má líkja við gamla fallega stofu í heimahúsi þá hentar salurinn einnig vel fyrir fermingarveislur, erfidrykkju og fundi.
Salurinn er alla jafnan laus seinnipart dags og fram á kvöldið og vinsælt að vera með hann fyrir til dæmis útskriftaveislu frá klukkan 17:00 - 20:00, eða hittast þar klukkan 20:00 og vera með staðinn út af fyrir sig til klukkan 22:00.