Sjálfstæðissalurinn á Seltjarnarnesi er í örstuttri akstursfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og er leigður út án veitinga.
Staðsetningin er við Austurströnd 3, í risinu, með fallegu útsýni út á hafið.
Við salinn er lítið móttökueldhús með eldavél, ofni, kaffivél, uppþvottavél og ísskáp. Þar eru glös og borðbúnaður fyrir allt að 80 manns.
Til hliðar er lítill bar þar sem hægt er að framreiða drykki.
Í salnum er skjávarpi og sýningartjald og Soundbox hljóðkerfi sem hægt er að tengjast með "Blue tooth" fyrir tal og tónlist.
Hægt er að raða upp borðum á ýmsan hátt allt eftir óskum og í miðju salarins er hægt að stilla upp framreiðsluborði fyrir veitingar eða nýta það sem dansgólf.
Framan við húsið eru næg bílastæði.
Salurinn hentar mjög vel fyrir fermingarveislur, afmæli, árshátíðar, fyrirtækjaveislur, reunion og útskriftarveislur.
Einnig er salurinn góður fyrir námskeið, fundi og fyrirlestra.
Athugið að ekki er lyfta í húsinu.
Dúkar fylgja ekki.