Staðurinn tekur 50 manns í sæti og allt að 80 manns í standandi veislur og viðburði.
Staðurinn er fallega hannaður með litríkri lýsingu og góðu hljóðkerfi. Gengið inn um anddyri frá Ingólfsstræti 8 og niður í salinn þar sem hlý og framandi stemning mætir gestum.
Áhersla er lögð á góða kokteila og vín og mögulegt er að koma sjálf með veislubakka og pinnamat í einkaveislur.
Daisy Coctail Bar er frábær staður fyrir útskriftaveislur, afmæli fyrirtækjaveislur, reunion og fyrirpartý áður en farið er út á næturlíf miðborgarinnar.
Hægt er að bóka salinn fyrir einkaveislur í 2-4 tíma, á tímabilinu 17:00 til 22:00 og þá er miðað við að ákveðið magn af veitingum sé keypt til að geta haft staðinn útaf fyrir sig.
Einnig er hægt að leigja salinn alveg til lokunnar klukkan 02:00 fyrir einkasamkvæmi.
Daisy Kokteilbar er fyrir hópa sem vilja njóta góðra drykkja í næði og framandi stemningu í miðbænum.