Hótelið býður uppá fundarsali sem geta tekið allt að 350 manns í sæti og um 450 manns í standandi viðburði og móttökur. Salnum er einnig hægt að skipta upp í 3 minni fundarsali sem hentar vel þegar um vinnufundi er að ræða
Hótelið er vel tækjum búið með góðu hljóðkerfi fyrir tal og tónlist, skjávörpum, þráðlausum hljóðnemum og þægilegum stólum.
Í salnum er svið og púlt fyrir ræðuhöld.
Framan við salinn er bar og gott forrými með setustofu.
Á hótelinu er gisting fyrir stóra hópa og einstök fyrsta flokks heilsulind snyrti og nuddstofa
Á Hótel Selfossi er glæsilegur veitingastaður, Riverside Restaurant, með stórfenglegu útsýni yfir Ölfusá og Ingólfsfjall. Veitingastaðurinn tekur allt að 200 manns í sæti, þar er einnig bar með notalegri setustofu.
Aðstaðan hentar því mjög vel fyrir bæði stórar ráðstefnur sem og minni fundi.