Hótel Selfoss ráðstefnur og fundir

Fullbúið ráðstefnuhótel á Suðurlandi

Allt að 350 manns í sæti
450 manns í standandi veislur og móttökur
Mögulegt að skipta upp í 3 minni fundarsali
Skjávarpar og sýningartjöld
Hljóðkerfi fyrir ræðuhöld og tónlist
Þráðlausir hljóðnemar
Gisting fyrir stóra hópa
Gott aðgengi fyrir hópferðabíla
Mikið um afþreyingu á staðnum
Túlkunarbúnaður


Nánari upplýsingar
Hótel Selfoss er mjög góð aðstaða til ráðstefnu og fundarhalds.

Hótelið býður uppá fundarsali sem geta tekið allt að 350 manns í sæti og um 450 manns í standandi viðburði og móttökur. Salnum er einnig hægt að skipta upp í 3 minni fundarsali sem hentar vel þegar um vinnufundi er að ræða

Hótelið er vel tækjum búið með góðu hljóðkerfi fyrir tal og tónlist, skjávörpum, þráðlausum hljóðnemum og þægilegum stólum.

Í salnum er svið og púlt fyrir ræðuhöld.

Framan við salinn er bar og gott forrými með setustofu.

Á hótelinu er gisting fyrir stóra hópa og einstök fyrsta flokks heilsulind snyrti og nuddstofa

Á Hótel Selfossi er glæsilegur veitingastaður, Riverside Restaurant,  með stórfenglegu útsýni yfir Ölfusá og Ingólfsfjall. Veitingastaðurinn tekur allt að 200 manns í sæti, þar er einnig bar með notalegri setustofu. 

Aðstaðan hentar því mjög vel fyrir bæði stórar ráðstefnur sem og minni fundi.

Hótel Selfoss ráðstefnur og fundir
Eyrarvegi 2 800 Selfoss
Sími: Birta símanúmer
hotelselfoss.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Hótel Selfoss á www.salir.is in a larger map

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar