Herbergin eru vel útbúin með gervihnattasjónvarpi, þráðlausri nettengingu, síma og öryggishólfi.
Á Hótel Selfoss eru 12 herbergi sérútbúin fyrir fólk í hjólastól.
Á Riverside restaurant er borið fram morgunverðarhlaðborð fyrir gesti Hótel Selfoss. Riverside restaurant er bjartur veitingastaður þar sem lögð er rík áhersla á að bjóða uppá ferskan og bragðgóðan mat, unninn úr hráefnum úr héraðinu.
Stórfenglegt útstýni er af veitingastaðnum yfir Ölfusá og Ingólfsfjall.
Riverside Spa er fyrsta flokks heilsulind með snyrti- og nuddstofu. Um er að ræða einstaka heilsulind að evrópskri fyrirmynd.
Fullkomin veislu-, funda- og ráðstefnuaðstaða er á hótelinu sem tekur allt að 350 manns í sæti.