Fundar- og veislusalir Bláa Lónsins
Með stórbrotnu útsýni
og náttúrulegri útlitshönnun bjóða fundar- og veislusalir Bláa Lónsins
upp á einstakt og skapandi umhverfi fyrir hvers kyns viðburði.
Við
bjóðum fjögur glæsileg rými til margvíslegra nota sem útbúin eru
nýjustu tækni. Hvert sem tilefnið þá er töfrandi og steinefnaríkt vatnið
skammt undan og gestir geta dýft sér í lónið til að endurnýja kraftanna
eftir daginn.
Þorbjörn
Herbergið er glæsilega innréttað með stóru borði, þægilegum leðurstólum og hnökralausum tæknibúnaði. Sjá nánar
Þessi fágaði fjölnotasalur tekur allt að 64
gesti í sæti og býður upp á einstök þægindi. Salurinn er búinn
sérhönnuðum innréttingum og húsgögnum, fyrsta flokks tæknibúnaði og
skartar draumkenndu útsýni yfir Bláa Lónið. Hvort sem í vændum er
stórveisla eða stafræn ráðstefna. Sjá nánar
Eldey
Salurinn er fullkomin fyrir stjórnarfundi eða smærri viðburði og rúmar allt að 20 gesti.
Svartsengi
Notalegur einkasalur fyrir alvöru sælkeraupplifun sem rúmar 10–12 gesti. Salurinn er útbúinn glæsilegum húsgögnum svo gestir geti notið í þægindum þeirra ljúffengu matseldar sem fjölréttaseðill matreiðslumeistara Bláa Lónsins hefur upp á að bjóða. Sjá nánar
Lava Lounge
Lava Lounge var hönnuð með hlýlegar og persónulegar samverustundir í huga þar sem gestir njóta líðandi stundar umkringdir hrífandi útsýni lónsins. Sjá nánar
Lava Restaurant
Ef einkarými er ekki skilyrði fyrir viðburðinn, þá er Lava Restaurant einnig fullkominn staður fyrir kvöldverðinn.
Veitingastaðurinn rúmar hópa af öllum stærðum og skartar gólfsíðum gluggum og stórkostlegu útsýni yfir Bláa Lónið.
Lava Restaurant matreiðir það besta í íslenskri matargerð úr fersku gæðahráefni og er ómissandi partur af Bláa Lóns upplifuninni. Við sérsníðum upplifunina að þörfum viðburðarins – hvort sem um er að ræða einföld tilefni með kokteilum og snittum eða flóknari fögnuð með fjölréttamatseðlum. Sjá nánar