Ráðagerði er á fyrstu hæð hótelsins og hægt er að nota sér inngang fyrir hann.
Salurinn er 26m2 að stærð og getur tekið frá 10 – 20 manns í sæti eða eftir því hvernig er raðað upp í honum.
Í salnum er skjávarpi, sýningartjald, flettitafla, hljóðkerfi. Vegna stærðar þá er ekki hljóðnemi í salnum en hægt að tengja hann ef þess er óskað.
Þessi salur hentar mjög vel fyrir stjórnarfundi og kynningar. Fyrir utan salinn er kaffitorg þar sem hægt er að setjast niður og fá sér kaffi og meðlæti.
Hótel Örk er fyrsta flokks hótel með 157 herbergi, allt frá Standard herbergjum að svítum. Hótelið er í Hveragerði í aðeins 45 km fjarlægð frá Reykjavík.Mikið er af afþreyingu á hótelinu og má þar nefna góðan veitingastað, bar, 9 holu golfvöll, sundlaug með vatnsrennibraut, heitir pottar, gufubað, borðtennisborð, pool borð og snyrtistofa.
Umhverfið er líka einstaklega friðsælt og fallegt, og auðvelt að finna sér eitthvað að gera sér til skemmtunar.