Skíðaskálinn er frábær staður til að njóta félagsskapar í fallegu umhverfi. Hann tekur 350 manns í sæti í fjórum mismunandi sölum sem taka frá 50 - 170 manns. Gamla stofan, Koníaksstofan og Arinstofan ásamt Betri stofunni eru vel búnir veislu- og fundarsalir.
Í Skíðaskálanum er frábær aðstaða fyrir afmæli, árshátíðir, brúðkaup eða fermingar. Láttu okkur koma þér þægilega á óvart. Við gerum verðtilboð fyrir stærri sem smærri hópa og höfum áratuga reynslu í veisluþjónustu og matreiðslu. Matreiðslumeistarar okkar aðstoða þig við val á matseðli hvort heldur er um að ræða hátíðarmatseðil fyrir stærri eða minni veislur eða léttan pinnamat. Við erum sérlega stolt af glæsilegum vínlista okkar.
Við bjóðum einnig fyrirtækjum að vera með Skíðaskálann útaf fyrir sig, hálfan eða allan daginn með afnot af öllum sölunum. Mörg fyrirtæki hafa notað þessa aðstöðu og verið með margskonar gæðastjórnunar- og vinnufundi. Að sögn þeirra sem reynt hafa er kyrrðin mikil og skapast einstakt
andrúmsloft sem gerir það að verkum að fundirnir verða oft mjög árangursríkir.
Nýlega var tekið í notkun fullkomið hljóðkerfi ásamt þráðlausum mikrafón og þráðlausri nettengingu. Fulkominn skjávarpi með sýningartjaldi og flettitafla er einnig á staðnum og fylgir allur búnaður með í leiguverði. Sé þess óskað getum við leigt önnur tæki sem til þarf. Einnig getum við útvegað hagstæðar rútuferðir fram og til baka og einnig tónlistarmenn með ýmsar uppákomur.
Ef það eru óskir um eitthvað annað þá erum við opin fyrir öllum hugmyndum, þannig að vinsamlegast verið í sambandi.