Í Skíðaskálanum er frábær aðstaða fyrir afmæli, árshátíðir, brúðkaup eða fermingar. Skíðaskálinn býður upp á alþjóðlegan matseðil ásamt því að leggja áherslu á íslenska og þjóðlega rétti. Lambakjöts- og fiskihlaðborð Skíðaskálans eru víðfræg. Matseðill hússins kemur á óvart svo og eftirréttaseðilinn.
Láttu okkur koma þér þægilega á óvart. Við gerum verðtilboð fyrir stærri sem smærri hópa og höfum áratuga reynslu í veisluþjónustu og matreiðslu. Matreiðslumeistarar okkar aðstoða þig við val á matseðli hvort heldur er um að ræða hátíðarmatseðil fyrir stærri eða minni veislur eða léttan pinnamat. Við erum sérlega stolt af glæsilegum vínlista okkar.
Að sjálfsögðu minnum við á okkar landsfrægu kaffihlaðborð á sunnudögum yfir sumartímann.