Svið getur verið í mismunandi stærðum og er færanlegt.
Sæti eru laus og gólfið flatt, en möguleiki á að hafa þau útdraganleg og hallandi að hluta við enda salarins.
Hægt er að skipta salnum í tvennt með fellivegg sem er hljóðeinangraður og rúmar þá hvor hluti hans mest 325 gesti í sæti.
Tvennar hljóðeinangraðar dyr tengja Silfurberg og Norðurljós, en einnig er hægt að samnýta salina fyrir stærri viðburði.
Salurinn hentar vel fyrir alls kyns ráðstefnur, veislur og listviðburði. Hann er sérhannaður sem ráðstefnusalur og býr yfir vönduðum tæknibúnaði.
Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist. Hljómburður er miðaður við talað mál og er stillanlegur
Búnaður
- Upphengipunktar í lofti yfir sviði og áhorfendum u.þ.b. 2,4 metra á miðju.
- Ljósapípur í lofti fyrir sviðsljós með 2,4 metra millibili í báðar áttir.
- Kvikmyndatjald og skjávarpi, skjáir fyrir skjávarpa og skjávarpar fyrir skiptan sal.
- Færanlegt hátalarakefi og fast tilkynningarkerfi (falið).
- Hljóð- og myndkerfi ásamt símafundakerfi.
- Túlkunar- og hlustunarkerfi.
- Upptaka og útsending.
- Ræðupúlt, stjórnborð fyrir hljóð og ljós.
- Sviðsljós og kastarar með ljósdeyfum.